Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

glerrýmið kristrún e pétursdóttir

Glerrýmið | Sýningaropnun með Kristrúnu E. Pétursdóttur

Sýning Eldri borgarar Fjölskyldur Fullorðnir
  • Glerrýmið, Bókasafn Hafnarfjarðar
Listamaðurinn í Glerrýminu að þessu sinni er Kristrún E. Pétursdóttir.
Kristrún er fædd og uppalin í Reykjavík en er nú búsett í Hafnarfirði. Kristrún hefur fengist við margskonar listsköpun í gegnum tíðina svo sem glerlist, silfursmíði, postulínsmálun, akríl- og vatnslitamálun. Kristrún hefur sótt margskonar námskeið í gegnum árin. Síðustu ár hefur hún helgað sína listsköpun við gerð mynda úr bleki og með blandaðri tækni.
Kristrún er sjálfstæð í listsköpun sinni og hefur notið þess að þróa sinn innri listamann. Myndirnar eru málaðar með bleki og blandaðri tækni. Myndir Kristrúnar eru abstrakt og raðar hún á þeim saman fallegum litum og formum.
Sýningaropnun verður kl 17:00 þann 21. nóvember og stendur sýningin fram yfir áramót. Listamaðurinn verður með okkur á þessari opnun, – öll velkomin