Við höldum vestur á firði á degi íslenskrar tungu, og bjóðum gestum og gangandi til leiksýningar í flutningi Kómedíuleikhússins.
Verðlaunaleikritið Gísli Súrsson er eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar hefur verið sýnt meira en 350 sinnum, bæði hér heima og erlendis. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.
Sýningin hefst kl 19:30 og verður húsinu þá lokað. Aðgangur er ókeypis og hleypt er inn á meðan að húsrúm leyfir.