Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

2022-12-14 framfor

Framför – Vertu ósýnilegur

Bókmenntaklúbbur Eldri borgarar Fullorðnir Konur / women
  • Útlánasalur 2. hæð, Bókasafn Hafnarfjarðar
Framfaratímar! Elsta lestrarfélag landsins vaknar að hausti sem áður, og Hjalti Snær er enn og aftur mættur með athyglisverða titla og áhugaverða höfunda. Bæklingar um efni vetrarins liggja frammi á bókasafninu.
Bók desembermánaðar er bók Kristínar Helgu Gunnardsdóttur, Vertu ósýnilegur.
Eitt sinn bjó Ishmael í borg þar sem var líf og fjör alla daga og börn léku sér innan um dulúðuga hnífasala, villiketti og sápugerðarmeistara. Núna er hann fjórtán ára og borgin hans er vígvöllur. Þegar heimilið er rústir einar neyðist hann til að leggja land undir fót og leita skjóls þar sem friður ríkir. En flóttaleiðin er lífshættuleg. Á sama tíma glímir fjölskylda í Kópavogi við það flókna verkefni að fóta sig í nýju landi.
Kristín Helga er margverðlaunaður rithöfundur en starfaði áður sem fréttamaður. Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels er skáldsaga byggð á viðtölum, fréttum og heimildum um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, afdrif fólks og örlög.