Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Framför býfluga

Framför – Býfluga

Bókmenntaklúbbur Eldri borgarar Fullorðnir
  • Útlánasalur 2. hæð, Bókasafn Hafnarfjarðar
Framfaratímar! Elsta lestrarfélag landsins vaknar að hausti sem áður, og Hjalti Snær er enn og aftur mættur með athyglisverða titla og áhugaverða höfunda. Bæklingar um efni vetrarins liggja frammi á bókasafninu.
Framfarabók mánaðarins er Býfluga, sem er fyrsta skáldsaga breska höfundarins Chris Cleave.
Ung hjón fara í sólarferð til Nígeríu en vita ekki að þar geisar skelfileg styrjöld. Á ströndinni hitta þau unga konu, Býflugu, og verða vitni að hryllilegum atburði sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau öll þrjú. Tveimur árum síðar bankar þessi unga kona upp hjá Söru í Bretlandi, – einmitt daginn sem bera á Andrew til grafar.