Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur og Doula, kemur í heimsókn með fyrirlestur og spjall um svefn og hvíld ung- og smábarna. Soffía er ráðgjafi frá Para- og fjölskylduráðgjöfinni Hönd í hönd, sem er hluti af lífsgæðasetri St. Jósefsspítala. Foreldramorgnar eru opnir öllum, og kríli að sjálfsögðu velkomin. Kaffi og með því, spjall og yndislegheit.