Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, heldur fyrirlestur á foreldramorgni. Ólafur hefur oft beint sjónum að stöðu feðra og mikilvægi þeirra á fyrstu árum barnsins, auk þess sem hann hefur hjálpað ótrúlega mörgum feðrum og foreldrum með tengslamyndun, bæði sín á milli og við barnið sitt. Kríli eru að sjálfsögðu velkomin með, kaffi og kósíheit og allt til alls. Komdu á Bókasafnið í fæðingarorlofinu. Dagskrá foreldramorgna haustið 2022: 12. september – Ungbarnajóga með Jenný 10. október – Ólafur Grétar, fjölskylduráðgjafi með feðraspjall 7. nóvember – Tónagull krílatónsmiðja með Adam. 5. desember – Gifssmiðja/Jólagjafagerð (Skráningar þörf)