Hljómsveitin Fjaðrafok spilar perlur sveiflutónlistarinnar og barnalög í djassútsetningum fyrir gesti og gangandi. Við bjóðum upp á stutta danskennslu, þar sem danskennarar fara í gegnum einföld sveifludansspor sem hver sem er getur lært. Hvort sem þú ert fullorðinn eða barn, byrjandi eða vanur – allir geta tekið þátt! Þetta er viðburður fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna! Engin fyrri dansreynsla er nauðsynleg, bara gleði, orka og vilji til að læra! Komdu og upplifðu töfrana sem felast í sveiflutónlist og dansi í skemmtilegu og afslöppuðu andrúmslofti.