Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Foreldramorgnar börnin og snjalltækin

Börnin og snjalltækin: Íslenska í breyttu málumhverfi

Foreldramorgnar Börn Fjölskyldur Fullorðnir
  • Fjölnotasalur, Bókasafn Hafnarfjarðar
Foreldramorgunn að þessu sinni er í höndum Dr. Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.
Umræða um stöðu og framtíð íslenskunnar hefur verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum. Þar hafa menn tekist á um hvort íslenskan muni lifa af þær samfélags- og tæknibreytingar sem nú þegar hafa orðið eða eru yfirvofandi.
Ræddar verða niðurstöður barnahluta öndvegisverkefnisins ‘Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis’, sem Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson stýrðu á árunum 2016-2019, m.a. um net- og snjalltækjanotkun 3-12 ára barna, enskunotkun þeirra og viðhorf til íslensku og ensku.
Út frá þeim niðurstöðum sem liggja fyrir úr verkefninu verða færð rök fyrir því að framtíð íslenskunnar byggist á börnum á máltökualdri, og farið yfir mikilvægi máláreitis og samskipta á íslensku við börn á unga aldri.
Allir eru velkomnir og auðvitað verður leikrými fyrir krílin og sóttvarnir sem best er á kosið.