Sendu bangsann þinn í bókasafnspartí! Við bjóðum alla knúsuvini, mjúka og harða, í heimsókn á bókasafnið til að taka þátt í sérstöku náttfarapartíi á alþjóðlega bangsadeginum. Mæting hefst 13:00 – og allir mættir kl 17:00. Bangsar verða að taka með sér teppi til að lúra undir, – og annað ef þeir nauðsynlega þurfa. Starfsfólk bókasafnsins verður svo hér um nóttina að passa að allt gangi nú vel. Daginn eftir má sækja vinina frá og með opnun kl 11:00 Takmörkuð pláss eru í boði og bangsarnir þurfa því að skrá sig með því að senda póst á [email protected]. Sjáumst á bangsadaginn!