Aðdragandinn 2025 - kári valtýsson

Líður að jólum og nýir titlar flæða í hillurnar, okkur til mikillar gleði. Bókasafn Hafnarfjarðar hampar vel völdum höfundum og framlagi þeirra til jólabókaflóðsins í hverri viku nóvembermánaðar á mánudögum kl. 17:30.

Kári Valtýsson hleypir Aðdragandanum úr vör í ár með glæpasögunni Hyldýpi. Hann blandar saman raunveruleika og skáldskap og gerir sér sérstaklega mat úr ástandinu í Darfúr-héraði í Súdan í Afríku og stöðunni á Íslandi og hvað gæti gerst án forvarna hérlendis. Bókin fylgir sögum þriggja einstaklinga sem tvinnast saman með afdrifaríkum hætti: Daggar Marteinsdóttur sem er ungur læknir sem starfar hjá Læknum án landamæra í Súdan, Kristjáns, sem er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík, og unga Pólverjans Pawel Nowak sem á von á barni með ungri íslenskri kærustu.

Hyldýpi er fjórða bók Kára og er þetta fyrsta heimsókn hans á Bókasafn Hafnarfjarðar