VIÐ EIGUM AFMÆLI!
Af því tilefni bjóðum við öllum til veislu! Það verður andlitsmálning, blöðrur, föndur, leikir – og auðvitað afmælisterta! Tæknidót og fínerí, sögustundir og góðir gestir, bókapokar og auðvitað bækur!
Veislan stendur frá kl. 13:00 til 15:00, og öllum er boðið, frá 0-100 ára – en við erum einmitt 100 ára í ár! Að hugsa sér!
Bókasafnið byrjaði í einu litlu herbergi fyrir heillri öld, en hlutirnir hafa aldeilis breyst og nú erum við á þremur hæðum og með yfir 100.000 bækur!
Mikið hlökkum við til að sjá ykkur, kæru vinir!