Í vetrarfríi leik- og grunnskóla í Hafnarfirði, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. febrúar, mættu yfir 1600 manns á Bókasafn Hafnarfjarðar! Um 300 manns tóku þátt í veglega, vandaða og skemmtilega Harry Potter-ratleiknum okkar og verða þrír vinningshafar dregnir úr potti réttra svara. Þess má til gamans geta að fjölbragðabaunirnar reyndust vera 2.544. Það var biðröð út úr dyrum! Grímugerð var laugardag, mánudag og þriðjudag og tóku 320 manns þátt. Tröllasmiðjan var svo á þriðjudeginum og var fullbókuð og skemmtileg. Að auki var Nördaklúbbur á sínum stað á þriðjudeginum með góðan fjölda af fjörugum nördum. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína á Bókasafn Hafnarfjarðar og öllum frábæru þátttakendunum í smiðjum og ratleik. Það var líf og fjör í vetrarfríi á Bókasafni Hafnarfjarðar!