Fimmtudagur 24. október Kl. 10:00 – 12:00 – Barmmerkjasmiðja. Komdu og hannaðu þitt eigið barmmerki. Kl. 15:00 – 17:00 – Fjölskyldusmiðja fyrir 6 ára og eldri. List, náttúra og sköpunargleði blandast saman í þessari skemmtilegu smiðju fyrir hressa krakka og foreldra. Þema dagsins eru Skrímsli og forynjur. Kl. 15:00 – 16:30 – Skynjunarleiksmiðja Plánetu. Við bjóðum litlum krílum að koma í þroskandi og örvandi samverustund, þar sem þau geta leikið og kannað heiminn á litríkan og skemmtilegan máta með öðrum börnum. Allan daginn verður ratleikur og sjálfstýrandi smiðja á barnadeild fyrir krakka á öllum aldri. Föstudagur 25. október Kl. 10:00 – 12:00 – Barmmerkjasmiðja – Komdu og hannaðu þitt eigið barmmerki. Kl. 13:00 – 15:00 – Bíósýning í fjölnotasal Allan daginn verður ratleikur og sjálfstýrandi smiðja á barnadeild fyrir krakka á öllum aldri.