Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnsskírteini. Bóka Rabbrýmið Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps. Fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Það er 18 ára aldurstakmark en yngra fólk getur fengið að nota Rabbrýmið í fylgd með fullorðnum. Fyrirspurnir um Rabbrýmið má senda á [email protected]. Bókanir Bókanir fara í gegnum bókunarsíðu á vefnum. Það er hægt að bóka 1–3 tímabil í einu. Ekki er hægt að bóka tíma samdægurs á bókunarsíðunni en hægt er að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 585 5690 til að athuga hvort sé laust. Leiðbeiningar Íslenska - Leiðbeiningar English - Instructions