Afgreiðsla Aðalafgreiðslan er á 1. hæð. Þar er starfsfólk tilbúið að aðstoða við afgreiðslu, útlán, leitir og val á efni. Einnig er hægt að lána út efni á öðrum afgreiðslusvæðum safnsins eins og á barnadeild, tónlistardeild og í upplýsingaþjónustu á 2. hæð. Upplýsingaþjónusta Á 2. hæð er upplýsingaþjónusta þar sem gestir geta fengið aðstoð við heimildaleit, leit í safnkosti, beiðnir um millisafnalán, kennslu á uppflettitölvur, ráðgjöf við val á lesefni og margt fleira. Spjaldtölva er einnig á hæðinni þar sem gestir geta sjálfir flett upp gögnum á Leitir.is, séð staðsetningu gagna og útlánastöðu. Upplýsingaþjónusta er veitt: á staðnum í tölvupósti á [email protected] á Facebook-síðu safnsins Reynt er að svara öllum fyrirspurnum sem fyrst. Flóknari heimildaleitir geta þó tekið lengri tíma og má þá gera ráð fyrir afgreiðslu næsta dag. Fá gagn sem er ekki til Ef efni er ekki til á Bókasafni Hafnarfjarðar er hægt að fá það lánað og sent ókeypis frá bókasöfnunum í Kópavogi og Garðabæ. Bókasafnskírteini hjá Bókasafni Hafnarfjarðar gildir líka á önnur almenningsbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira um samstarfssöfnin. Hægt að fá millisafnalán frá bókasöfnum á landsbyggðinni gegn gjaldi. Hægt að gera innkaupatillögu og mun starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar reyna að verða við óskum eins og hægt er.