Sumarlestur og uppskeruhátíð

Fréttir

Sumarlestur hefst að venju þann 1.júní og stendur til 3.september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð!  Skráning á bókasafninu og rafrænt, lestrardagbækur og umsagnarmiðar verða í boði á íslensku og pólsku. Engar áhyggjur- þó veðrið verði fúlt hér á Íslandi er hægt að opna bók og koma sér í Hvergiland, Múmíndal, Rofadal eða Undraland.

Sumarlestur hefst að venju þann 1.júní og stendur til 3.september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð!

Sem fyrr verður hægt að skrá sig í sumarlesturinn bæði á bókasafninu sjálfu og rafrænt, lestrarhestur vikunnar verður dreginn út allt tímabilið (hlökkum til að lesa umsagnir ykkar!) og efni verður sent í alla grunnskóla til að hvetja til þátttöku.
Hægt er að nálgast bæði lestrardagbækur sem og umsagnarmiða fyrir lestrarhest vikunnar á pólsku og íslensku.

Engar áhyggjur- þó veðrið verði fúlt hér á Íslandi er hægt að opna bók og koma sér í Hvergiland, Múmíndal, Rofadal eða Undraland.

Lestrarhestar geta skráð sig til leiks með því að smella hér!