Lestrarhestur vikunnar verður á sínum stað – skrifaðu umsögn um það sem þú lest og þú ferð í vikulega happdrættið okkar! Í stað lestrardagbóka efnum við til örsagna- og ljóðakeppni sem við snúum síðan upp í ratleik! Opið er fyrir innsendingar á netfangið [email protected], á Bókasafni Hafnarfjarðar eða á skólabókasöfnum grunnskóla til og með 28.apríl. Efnistök eru frjáls og formið er annað hvort ljóð eða örsaga. Það má skrifa undir dulnefni (gætið þess þó að allar upplýsingar fylgi!). Innsent efni verður síðan hengt upp víða um bæinn og ratleikur settur upp milli lestrarstöðva. Verðlaun í boði á öllum skólastigum!