Velkomin til þátttöku í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar. Sumarlesturinn stendur yfir frá 1. júní til 4. september 2021. Lestrardagbækur má nálgast á Bókasafni Hafnarfjarðar, í leik- og grunnskólum bæjarins og á sumarnámskeiðum grunnskólanna. Lestrarhestur vikunnar er dreginn út vikulega á föstudögum í allt sumar. Nálgast má umsagnarblöð fyrir lestrarhest vikunnar í afgreiðslu og barnadeild bókasafnsins. Skráning er rafræn. Áhugasamir geta skráð sig sjálfir eða beðið starfsfólk bókasafnsins um að skrá sig. Lestrardagbókum má byrja að skila 16. ágúst. Uppskeruhátíð verður haldin hátíðleg laugardaginn 4. september. Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á hfj.is/Sumarlestur . Gleðilegt lestrarsumar! Litli lestrarlemúrinn stendur með þér