Stjörnustríðsdagurinn á Bókasafni Hafnarfjarðar

Fréttir

Yfir þúsund manns mættu á Stjörnustríðsdaginn og bókasafnið iðaði af lífi úti sem inni. Þéttsetin Stjörnustríðssögustund fyrir yngri kynslóðina og alla hina. 501. herdeildin mætti í fullum skrúða sem og Geislasverðafélag Íslands. Dagurinn var vel heppnaður frá upphafi til enda.

Stjörnustríðsdagurinn 03.05.25
Það viðraði vel fyrir alla sem sóttu bókasafnið heim á laugardaginn var þegar við héldum upp á Stjörnustríðsdaginn (vissulega þann 3. maí en ekki þann 4. þar sem bókasafnið er lokað á sunnudögum). Yfir þúsund manns mættu og bókasafnið iðaði af lífi úti og inni. Þéttsetin Stjörnustríðssögustund fyrir unga sem aldna og vel heppnaður dagur frá upphafi til enda.
Við þökkum 501. herdeildinni og Geislasverðafélagi Íslands fyrir að vera frábær og æðisleg í alla staði. Megi mátturinn vera með þeim.

Búningasmiðjur einu sinni í mánuði fram að Heimum og himingeimum

Það er gaman að leika sér og við verðum aldrei of gömul til þess. Mánaðarlegar Kit og Cosplay-smiðjur eru fram að hátíðinni.

Saumavélar og allt sem þarf á staðnum. Aðstoð við snið og almennileg borð til efnisskurðar, hamingja og félagsskapur fyrir alla sem ætla að vera fáránlega flott á Heimum og Himingeimum í ágúst!

Næstu smiðjur: