Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

snúum þessu við

Snúum þessu við – fræðsla fyrir foreldra

Kynningarfundur um hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára til að efla málþroska

Miðvikudaginn 27. október kl. 20 mun fræðslufundurinn – Snúum þessu við – verða endursýndur á Facebook – síðu Hafnarfjarðarbæjar. Fundurinn var tekinn upp þegar hann var fluttur í beinu streymi í apríl 2021. Á fundinum er farið yfir hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára barna til að efla málþroska og styrkja undirstöðuþætti læsis. Hægt er að horfa á fundinn núna eða seinna. Við hvetjum ykkur til að senda línu á netfangið: [email protected] ef einhverjar spurningar vakna við áhorfið.

Horfa á kynningarfundinn

Starfsfólk frá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði stendur að þessum mikilvæga verkefni og er markmiðið með fræðslufundinum, sem ætlaður er foreldrum ungra barna, að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroska fyrir allt nám.  Mikil umræða hefur verið um að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka og að það hafi það síðar áhrif á lesskilning barna og námsforsendur.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með réttri örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur og betri líðan. Þar geta foreldrar gegnt mikilvægu hlutverki og er markmið með fundinum að fræða foreldra og efla þá í að styrkja málþroska barna sinna með því að fá hagnýt ráð og verkfæri sem henta ungum börnum.

Fyrirlesarar:

  • Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur
  • Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur
  • Hugrún Margrét Óladóttir, deildarstjóri barna- og ungmennadeildar Bókasafns Hafnarfjarðar