Vinsamlegast athugið að dagana 27. ágúst – 2. september verður skert þjónusta á Bókasafni Hafnarfjarðar vegna búningasamkomunnar Heima og himingeima. Þessa daga verður ekki allur safnkostur Bókasafns Hafnarfjarðar aðgengilegur. Við bendum á að hægt er að taka frá gögn á Leitir.is sem svo verður hægt að nálgast eftir hátíðina. Einnig bendum við á að hægt er að fara í samstarfssöfnin okkar í Kópavogi og Garðabæ og nálgast gögn þar.