Síðasta lag fyrir myrkur er…Í skugga Drottins eftir Bjarna Harðarson Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Sögulegar skáldsögur eru enn í brennidepli, en í þetta skiptið leiðir Hjalti hlustendur um verk Bjarna Harðarsonar, sem segir frá leiguliðum Skálholtsstóls á 18. öld. Við fylgjumst með Maríu, stúlku af Álftanesi sem orðin er húsfreyja á Eiríksbakka, Greipi bónda og Jónunum tveimur sem honum fylgja, að ógleymdum niðursetningnum sem er óguðlega kjaftfor og skemmtinn. Yfir og allt um kring er þrældómur og guðsótti. Við sögu koma misfrómir guðsmenn, bændur og búalið, skólapiltar, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Þáttinn má hlýða á á Spotify með að smella hér eða í spilaranum hér að neðan