Tónlistardeild Tónlistardeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar er stærsta tónlistardeild í almenningsbókasafni á landinu. Öllum er velkomið að grúska, hlusta og fá lánað. Tónlistardeildin er á 1. hæð bókasafnsins. Hljóm- og geislaplötur eru lánaðar út í 14 daga. Á deildinni er einnig hægt að fá lánað: Plötuspilara Tónlistartímarit Nótur Bækur um tónlist Bækur um tónlistarmenn Uppflettirit Tónlistartengda DVD-diska Úrval af gamalli og nýrri tónlist Tónlistardeildin leitast við að hafa alltaf á boðstólum gott úrval af nýútkomnu tónlistarefni af ýmsu tagi auk úrvals af gamalli tónlist. Klassísk tónlist Heimstónlist Djass Blús Popp Rokk Hljóðfæri Á tónlistardeildinni eru ýmis hljóðfæri í boði til afnota á safninu sem áhugasamir gestir geta komið og fengið að spila á sér að kostnaðarlausu. Í boði eru rafmagnstrommusett, rafmagnsgítar og rafmagnsbassi. Til þess að fá að prófa hljóðfærin þarf bara að hafa meðferðis gilt bókasafnskort. Einnig eru á staðnum píanó og kassagítar sem allir geta sest við og látið ljós sitt skína. Lesa um sögu tónlistardeildar Fróðleikur um tónlist Ísmús – íslenskur músík- og menningararfur. Gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú. Músík.is. Upplýsingaveita um íslenska músík.