Rafbókasafnið

Á Rafbókasafninu má finna fjölda af rafbókum, hljóðbókum og tímaritum til útláns.

Hægt er að lesa eða hlusta á bækur frá Rafbókasafninu með gildu bókasafnskírteini frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Raf- og hljóðbækur lánast eftir eintakafjölda sem safnið á, rétt eins og pappírsbækur. Tímarit eru ekki bundin við eintök heldur eru lánuð í streymi.

Rafbókasafnið er bæði aðgengilegt í vafra og með appi á spjaldtölvum og snjallsímum. Í vafra þarf að vera tengdur netinu til að lesa.

Útlán

  • Innskráning er með númerinu á bókasafnsskírteininu (GE-númer) og lykilorði (sama lykilorð og á Leitir.is).
  • Útlánstími á rafbókum og tímaritum er 21 dagur.
  • Útlánstími á hljóðbókum er 14 dagar.
  • Hægt er að hafa 21 bók að láni í einu og taka frá 21 bók.
  • Bók og tímarit skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum.
  • Hægt er að endurnýja útlán á rafbokasafn.is eða í Libby-appinu 3 dögum fyrir áætluð skil ef bók er ekki á biðlista.

Libby-appið

Með Libby-appinu er hægt að nota Rafbókasafnið á Android og iOS tækjum. Með því er hægt að hlaða niður bók og njóta hennar án þess að vera á netinu.

Lesbretti

  • Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á lesbrettum sem styðja ePub-formið.
  • Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins á Kindle – nema á Kindle Fire spjaldtölvu.
  • Til að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID aðgang og ná í Adobe Digital Editions forritið á tölvu. Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.