Börn

Barnadeildin er á 1. hæð. Þar geta börn og fjölskyldur unað saman við lestur, leik og spilamennsku.

Á barnadeildinni á 1. hæð er fyrst og fremst efni á íslensku en einnig ensku, þýsku, spænsku, Norðurlandamálum auk aragrúa annarra tungumála, svo sem arabísku og frönsku. Ríkulegt úrval er af barna- og ungmennabókum á pólsku. Mikið er til af lestrarþjálfunarefni.

Lestrarlemúrinn

Lestrarlemúrinn er lukkudýr Barna- og ungmennadeildar. Hann hvetur lesendur áfram, er forvitinn og með mikla ævintýraþrá – þó að kjarkinn skorti oft á tíðum og ofgnótt sé af óviljandi klaufaskap. Hann setur oft eitthvað gasalega skemmtilegt inn á Instagram.

Viðburðir

Á safninu eru reglulegir viðburðir fyrir börn og fjölskyldur

Sjá nánar á viðburðasíðu bókasafnsins.

Krílahornið

Á barnadeildinni er sérstakt krílahorn með gjafaaðstöðu. Lokanlegt hlið er inn á barnadeildina svo litlir lestrarhestar geti gengið frjálsir um. Þar eru þægilegir grjónapúðar, harðspjaldabækur og fleira sem hentar krílum.

Tilveran

Í Krílahorninu má finna Tilveruna sem er samtíningur bóka sem eru merktar með eilífðarmerkinu (∞). Þær eiga það sameiginlegt að geta aðstoðað og gefið foreldrum hugmyndir til að efla og hvetja barnið.

Fimm flokkar heyra undir Tilveruna:

  • Líkami og vitund
  • Fjölskyldan
  • Heimspeki og hugleiðsla
  • Tilfinningar og áskoranir
  • Samskipti

Sumarlestur

Sumarlestur safnsins er sívinsæll og hvetur þátttakendur til að deila því sem þeir eru að lesa, burtséð frá formi eða efnistökum. Yfir sumarið býðst lesendum að skila inn umsögnum fyrir þær bækur sem þeir hafa lesið og er dregið úr umsögnunum vikulega. Að auki býðst að halda utan um heildarlestur sumarsins með sérstökum lestrardagbókum og er dregið ur þeim að auki í lok sumars og hljóta þá nokkrir heppnir lesendur vegleg verðlaun.

Fræðsla

Grunnskólar geta bókað sérstaka fræðslu og leikskólum stendur til boða að koma í sögustundir á safninu.

Sögustund – Leikskólar

Leikskólar sem hafa áhuga á að bóka sögustund geta haft samband við okkur á [email protected].

Safnkynningar fyrir grunn- og framhaldsskólanema

Bókasafnið býður upp á safnfræðslu. Tilgangurinn er meðal annars að fræða börnin um bókasafnið sitt og kenna þeim að nýta sér safnkostinn í leik og námi.

Börnin fá leiðsögn um safnið og eru frædd um mikilvægi þess að fara vel með bækur og önnur gögn. Börn og unglingar að 18 ára aldri fá ókeypis bókasafnsskírteini gegn ábyrgð forsjáraðila.

Panta þarf tíma í safnkynningu með viku fyrirvara með tölvupósti á [email protected].

Kennarar eru hvattir til að koma með hópa sína á safnið hvenær sem er á afgreiðslutíma til að skoða og lesa eða fá safngögn að láni.

Nokkrar mismunandi gerðir af safnkynningum eru í boði: Almenn leiðsögn, ratleikir eftir aldursbilum á yngsta- og miðstigi og verkefni tengt ritskoðun og gagnrýnni hugsun fyrir unglingastig sem lesa má um hér að neðan.

Safnfræðsla: hávaði, hlaup og ærsl

Bókasöfn nútímans eru langt frá því að vera heilög grafhýsi rykfallinna bóka líkt og áður. Þau eru núna samfélagslegur vettvangur sköpunar, samræðna, miðlunar og menningar. Hlutverk bókasafna hefur breyst í takt við þarfir notendahópsins. En hvert er hlutverk notendahópanna gagnvart bókasöfnunum? Er pláss í samfélaginu fyrir öll ritverkin? Eiga allar upplýsingar og samræður rétt á sér?

Hæfniviðmið

Heimsóknin er hugsuð sem áhugaverður námsvettvangur fyrir nemendur á elsta stigi grunnskóla og fyrir framhaldsskólanema. Í heimsókninni gefst meðal annars færi á að efla eftirfarandi hæfniviðmið íslensku og samfélagsgreina samkvæmt aðalnámskrá.

  • Rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs.
  • Rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga.
  • Lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað.
  • Lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann.

Fyrirkomulag
Fræðslufulltrúi tekur á móti nemendum í anddyri bókasafnsins og heldur létta kynningu um starfsemi bókasafnsins. Því næst er kynning og umræður um ritstýringu og upplýsingaveitur. Að lokum vinna nemendur verkefni í tengslum við bannaðar bækur.

Heimsóknin tekur um klukkustund og hægt er að bóka með því að senda tölvupóst á [email protected].

Nýtt og spennandi efni

Nýtt og spennandi efni

Nýtt í sept. 2025 - lína fer í lautarferð

Lína fer í lautarferð

  • Höfundur
    Höfundur Astrid Lindgren
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í sept. 2025 - miklihvellur

Miklihvellur

  • Höfundur
    Höfundur Sævar Helgi Bragason
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í sept. 2025 - brá fer á stjá

Brá fer á stjá

  • Höfundur
    Höfundur Guðný Sara Birgisdóttir
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í september 2025 - snjöll skref

Snjöll skref í fjármálum

  • Höfundur
    Höfundur Gunnar Baldvinsson
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í september 2025 - dagur með lalla

Dagur með Lalla: töfrandi tónleikar

  • Höfundur
    Höfundur Lárus Blöndal Guðjónsson
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í september 2025 - traktorar og hjólaélar

Traktorar og hjólavélar

  • Höfundur
    Höfundur Örn Sigurðsson
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í september 2025 - gráðuga lirfan

Gráðuga lirfan

  • Höfundur
    Höfundur Eric Carle
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt sept 2025 - afmælisráðgátan

Afmælisráðgátan

  • Höfundur
    Höfundur Martin Widmark, Helena Willis
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt sept 2025 - björgum móanum

Björgum móanum!

  • Höfundur
    Höfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í ágúst 2025 - ísadóra nótt fer í brúðkaup

Ísadóra Nótt fer í brúðkaup

  • Höfundur
    Höfundur Harriet Muncaster
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í ágúst 2025 - lamine yamal

Lamine Yamal

  • Höfundur
    Höfundur Guðjón Ingi Eiríksson
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt júlí 2025 - veiðivinir

Veiðivinir

  • Höfundur
    Höfundur Gunnar Bender
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt júlí 2025 - rauði fiskurinn

Rauði fiskurinn

  • Höfundur
    Höfundur Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í júní 2025 - versta vika sögunnar

Versta vika sögunnar: þriðjudagur

  • Höfundur
    Höfundur Eva Amores & Matt Cosgrove
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Nýtt í júní 2025 - rugluskógur

Rugluskógur

  • Höfundur
    Höfundur Elísabet Thoroddsen
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Ný bók júní 2025 - hjartastopp 5

Hjartastopp. 5. bók

  • Höfundur
    Höfundur Alice Oseman
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is
Ný bók maí 2025 - börnin bregða á leik

Börnin bregða á leik

  • Höfundur
    Höfundur Benedikt Jóhannsson
  • Flokkur
    Flokkur Barnabækur
Skoða á Leitir.is