Bækur á íslensku

Bókasafn Hafnarfjarðar leggur sig fram við að bjóða upp á mikið úrval af bókum á íslensku, bæði eftir íslenska og erlenda höfunda.

2. hæð

Bækur á íslensku eru á 2. hæð í stærsta útlánasal bókasafnsins.

Þar má meðal annars finna:

  • Skáldsögur
  • Ævisögur
  • Ljóðabækur
  • Íslendingasögur og fornrit
  • Fræðibækur á íslensku, ensku og fleiri málum
  • Föndurbækur
  • Ferðahandbækur
  • Gaflarahorn (bækur um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga)

Sakamálasögur í kilju og Rauða serían (nýjustu árin) eru á 1. hæð.

Nýjar bækur

  • Nýjar skáldsögur, ævisögur, fræðibækur og ljóðabækur á íslensku eru á 1. hæð. Eftir 1 ½ ár færast skáldsögur og ævisögur á 2. hæð, fræðibækur og ljóðabækur færast upp eftir 6 mánuði.
  • Nýjar barna- og ungmennabækur eru í viðeigandi deildum.
  • Nýjar handavinnu- og ferðahandbækur eru á 2. hæð.