Ræmurýmið – hlaðvarpssería: Office Space

Fréttir

Office Space er óður til hinna vinnandi barna áttunda áratugarins og kolsvört kómedía um dáleiðslu, fyrirtækjakúltúr, ömurlega yfirmenn, síbilandi prentara, sérfræðiþekkingarlausa „sérfræðinga“ og mikilvægi rauðra heftara. Peter, Samir og Michael vinna á andlega dauðri skrifstofu hugbúnaðarfyrirtækis, klæðast hvítum skyrtum og þjást. Peter, að ráði unnustu sinnar, heimsækir dávald í tilraun til að ná taki á kvíða og lífsleiða, en það er upphaf atburðarásar sem endar með ósköpum, sér í lagi fyrir prentara.

Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.

Office Space er óður til hinna vinnandi barna áttunda áratugarins og kolsvört kómedía um dáleiðslu, fyrirtækjakúltúr, ömurlega yfirmenn, síbilandi prentara, sérfræðiþekkingarlausa „sérfræðinga“ og mikilvægi rauðra heftara. Peter, Samir og Michael vinna á andlega dauðri skrifstofu hugbúnaðarfyrirtækis, klæðast hvítum skyrtum og þjást. Peter, að ráði unnustu sinnar, heimsækir dávald í tilraun til að ná taki á kvíða og lífsleiða, en það er upphaf atburðarásar sem endar með ósköpum, sér í lagi fyrir prentara.

Meðal leikara eru Ron Livingston, Jennifer Aniston, Stephen Root og Gary Cole. Leikstóri og höfundur er Mike Judge.

Þáttinn má finna á Spotify með að smella hér eða í spilaranum hér að neðan: