Vegna mikilla og jákvæðra viðbragða síðustu ár höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsum hér með eftir listafólki til að taka þátt í sameiginlegri sölusýningu á Pride. Sem áður er sýningin opin öllum innan hinsegin flórunnar sem ekki hafa sýnt verk sín í atvinnugalleríum, engin prósenta er tekin af sölu, og allar tegundir sjónlistar eru leyfðar. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst með nafni, fjölda og stærð verka og ljósmynd af þeim á gunnhildurae[hjá] hafnarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí.