Bókasafnið er opið frá kl. 13 – 17 á sumardaginn fyrsta.
Sú hefð hefur skapast að syngja inn sumarið á Bókasafni Hafnarfjarðar og í ár eru það Tónafljóð sem mæta með íslenskar dægurlagaperlur
Það verður kaffi á staðnum, meðlæti og vonandi sól og sumarylur (nema fyrir grey skátana, það snjóar alltaf á þá…), og klárlega gleði og vorvindar á bókasafni Hafnarfjarðar með þessa frábæru söngsveit á staðnum!
Hlökkum til að sjá ykkur!