Enn bætist í munasafnið okkar og nú er hægt að fá lánaðar leikjatölvur og leiki. Í boði eru tvær Nintendo Switch Lite leikjatölvur; eina er hægt að fá lánaða heim, en hinni verður hægt að fá afnot af á safninu. Einnig verða í boði spennandi og skemmtilegir leikir sem hægt er að fá lánaða heim. Tölvurnar og leikirnir eru að sjálfsögðu lánuð út án endurgjalds og það eina sem þarf að hafa meðferðis er gilt bókasafnskort.