Námskeið í notkun snjalltækja fyrir eldri borgara

Fréttir

Frítt fyrir alla eldri borgara í Hafnarfirði

Boðið verður upp á þrjú tveggja vikna námskeið í notkun snjalltækja.

Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Frítt fyrir alla eldri borgara í Hafnarfirði

Boðið verður upp á þrjú tveggja vikna námskeið í notkun snjalltækja á tímabilinu

  • 01. júní – 11. júní 2021
  • 14. júní – 25. júní 2021
  • 28. júní – 09. júlí 2021

Kennsla fer fram frá 09:30 til 15:30. Það eru tvær hálftíma kaffi pásur og klukkutíma hádegishlé.

Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna

  • Boðið er uppá námskeið fyrir byrjendur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
  • Boðið er upp á námskeið fyrir lengra komna á þriðjudögum og fimmtudögum.
  • Þeir sem eiga spjaldtölvu eru hvattir til að mæta með hana og læra á sitt tæki. Það verða líka spjaldtölvur aðgengilegar á staðnum.

Skráning fer fram í síma 555-0142 og í Hraunseli að Flatahrauni 3 sem jafnframt er kennslustaðurinn.

Skráðu þig til leiks og hvetjum ömmur, afa, mæður og feður til þátttöku!