Hjartans þakkir fyrir yndisleg Kynstur, bókmenntakvöld Bókasafns Hafnarfjarðar! Kvöldið var mjög vel sótt og við hlökkum til að sjá alla aftur að ári. Við þökkum Arndísi Þórarinsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Ragnheiði Gestsdóttur, Vilborgu Davíðsdóttur og Tómasi R. Einarssyni hjartanlega fyrir komuna – og Kvartettinum Barbara fyrir tónlistina! Nú er bara að græja sig í stórkostleg bókajól!