Jóladagatal Lestrarlemúrsins

Fréttir

Skemmtilegt, frumsamið jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar í 18 þáttum og með fylgiefni fyrir áhugasama.

Jóladagatal Lestrarlemúrsins

Árið 2021 frumsamdi metnaðarfullur starfsmaður Bókasafns Hafnarfjarðar jóladagatal með Lestrarlemúrinn í aðalhlutverki. Okkur finnst tími til kominn að draga það aftur fram í dagsljósið fyrir áhugasama að hlusta á og njóta í aðdraganda jóla.

Þættirnir eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga [eins og þeir voru á almanaksárinu 2021].

Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv.
Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

Við vonum að þið njótið og eigið ljúfa hátíð.

Þættir jóladagatalsins:

Jóladagatal lemúrinn fylgiefni 2021