Í ár bjóðum við á Bókasafni Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal. Þættirnir eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu. Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv. Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn. Þættirnir fara í loftið fimm í senn, sem ætti að gefa kennurum og öðrum áhugasömum færi á að undirbúa hlustun. Við vonum að þið njótið og eigið ljúfa hátíð. Þættir jóladagatalsins: 1. þáttur 2. þáttur 3. þáttur 4. þáttur 5. þáttur 6. þáttur 7. þáttur 8. þáttur 9. þáttur 10. þáttur 11. þáttur 12. þáttur 13. þáttur 14. þáttur 15. þáttur 16. þáttur Jóladagatal fylgiefni 2021