Bókasafn Hafnarfjarðar hefur nýverið tekið upp á þeirri nýjung að hafa ýmis hljóðfæri í boði til afnota á safninu. Hljóðfærin eru staðsett á tónlistardeildinni og áhugasamt tónlistarfólk getur fengið að koma og spila á þau sér að kostnaðarlausu. Í boði eru rafmagnstrommusett, rafmagnsgítar og rafmagnsbassi, auk píanós og kassagítars. Öll sem eru 12 ára og eldri geta komið og gripið í hljóðfærin og það eina sem þarf að hafa meðferðis er gilt bókasafnskort.