Lífið er leiksvið, fötin skapa manninn, og maðurinn er aldrei of gamall til að leika sér. Finnst þér gaman að klæða þig upp? Í hvað sem er! Komdu, vertu með! Við ætlum að missa okkur í öllu sem er skemmtilegt við búninga, hvers konar, allt frá kvikmyndabúningum til Larp-Fantasíuklæðnaðs, til sögulegar endursköpunar, og japanskt cosplay, props/leikmunagerðar, buffervopna, sögulegra skylminga, geislaverðaskylminga…bara allt!
Lærðu að gera brynjur, búa til sverð, búa til búning á 5 mínútum – eða sjá fólk sem eyðir árum í búninginn sinn. Áttu búning? Vertu í honum! Skráðu þig í smiðju! Taktu af þér myndir! Það eina sem skiptir máli er að vera með.
Við tökum heiminum báðum höndum – bæði fantasíuna og himingeiminn – en Fantasíularpið mun reisa Förumannakrá (wayfarer tavern) á þriðju hæð, og 501st herdeildin mun leggja undir sig tónlistardeildina, enda ekki seinna vænna en að fólk geti gengið inn í Stjörnuspilli!
Það verður tekið á – fyrir utan verður víkingaþorp. Og bardagar, maður minn, allt frá orkum til geislasverða! Inni verða smiðjur, kynningar, fyrirlestrar, fólk sem kann að sauma stórkostlega sögulega búninga, og allir eru hér saman komnir til að hafa gaman.
Einnig verður Cosplay keppni, en yfirdómari er einmitt sigurvegari Cosplay Iceland keppninnar, Jessica Chambers, sem dæmir í þremur flokkum: ungliða, opinn og lengra komnir.
Aðgangur er ókeypis.
Frekari upplýsingar á hfj.is/heimar
Dagskrá 30. ágúst -1. sept
Föstudagur – 17:00-20:00
Húsið opnar með öllum sínum heimum. Sýningar á búningum, skráning í smiðjur og viðburði, upplýsingar fyrir cosplay keppendur, barmmerki og andlitsmálning.
Laugardagur 11:00-20:00
Kl. 13:00 – Vader Vaknar
Kl 13:00 – Boffersmiðja/Vopnagerð
Kl 15:00 – Fantasíugalli á 15 mínútum
Kl 15:00 – Posing for Cosplay Smiðja
Kl 16:00 – Víkingafléttusmiðja
Kl 17:00 – Cosplay-keppendur sýna sig – verðlaunaafhending
Kynningar:
Kl 13:30 – Rimmugýgur
Kl 14:00 – Stormsveitarbrynjur
Kl 14:30 – Cosplay
Kl 15:00 – Sögulegur klæðnaður
Kl 15:30 – Society for Creative Anachronism
Kl 16:00 – Geislasverð og HEMA
Kl 16:30 – Kvikspuni/LARP
17:00 – Opið smiðjurými fyrir búningagerð
Heimarnir opnir, myndakassar, opnar smiðjur, fantasíumálun og leikir í gangi
Sunnudagur – 11:00-14:00
Kl. 11:00 – Miðaldaskrautskrift
Heimarnir opnir, myndakassar, opnar smiðjur, fantasíumálun og leikir í gangi Sýningar á búningum, barmmerki og andlitsmálning.
Bardagar og boffervopn á planinu, opið vinnurými. Förumannskráin heldur minilarp/Smáspuna fyrir alla sem vilja.
Og að sjálfsögðu þarf ekki að taka fram að allir, já, ALLIR eru hvattir til að mæta í búningum!
Viðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ og Nexus. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar