Flokkaflakk – ný hlaðvarpssería Bókasafns Hafnarfjarðar

Fréttir

Halldór Marteinsson upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit Dewykerfisins.

Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson, upplýsingafræðingur, tekur titil sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis sem bókasöfn heimsins notast flest við.

Í fyrsta þættinum verður farið yfir grunninn í þessari snilldarleið til að raða bókum upp á skiljanlegan máta – og við hefjum leika á 1-2-3, þ.e.a.s. hundraðtuttugastaogþriðja flokki.

Þáttinn má finna á Spotify með að smella hér eða í spilaranum hér að neðan: