Degi íslensks táknmáls fagnað á Bókasafni Hafnarfjarðar

Fréttir

Myndbrot á táknmáli sýnd á bókasafninu í tilefni af degi íslensks táknmáls, 11. febrúar.

Í tilefni af degi íslensks táknmáls, en sá er 11.febrúar ár hvert, mun Bókasafn Hafnarfjarðar sýna valin myndbrot á táknmáli.
Einnig er hægt að nálgast kennsluefni á táknmáli til að taka með sér heim eða æfa við aðra gesti safnsins.

Myndböndin verða til sýnis út föstudaginn 16.febrúar.