Aðeins eitt árgjald er fyrir öll almenningsbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur Bókasafn Hafnarfjarðar er í nánu samstarfi við bókasöfnin í Garðabæ og Kópavogi. Ef þú ert með gilt skírteini í einu af þessum bókasöfnum geturðu nýtt þér þjónustu þeirra allra og skilað lánsgögnum á hvert þeirra sem er. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. Bókasöfnin eru samtals 5, þar sem Bókasafn Kópavogs er með útibú í Lindasafni og Bókasafn Garðabæjar útibú á Álftanesi. Bókasafn Garðabæjar Bókasafn Kópavogs Borgarbókasöfnin, Mosfellsbær og Seltjarnarnes Þú getur nýtt þér þjónustu allra Borgarbókasafnanna og bókasafnanna í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi með skírteini hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Á þessum söfnum þarftu að skila lánsgögnum á viðkomandi bókasafn. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. Borgarbókasöfnin Bókasafn Mosfellsbæjar Bókasafn Seltjarnarness Önnur bókasöfn Bókasafn Reykjanesbæjar Hljóðbókasafn Íslands Hljóðbókasafn Íslands er fyrir fólk sem getur ekki lesið prentað letur. Til þess að gerast lánþegi þarf að skila inn vottorði frá lækni, sérkennara eða öðrum fagaðila.