Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Dagskrá Pride 2021

Bókasafnið fagnar PRIDE 2021

Bókasafn Hafnarfjarðar kynnir með stolti dagskrá á Hinsegin dögum. Við setjum sviðsljósið á fræðslu og samheldni og hina athyglisverðu sögu hinsegin listar í gegnum tíðina. Frekari upplýsingar um alla viðburði má finna hér á síðunni undir ‘Viðburðir’.
Þriðjudaginn 3. ágúst opnar samsýning hinsegin listamanna í glergallerýinu og með henni dagskrá vikunnar. Formleg opnun er kl. 17:00.
Við höldum okkur í myndlistinni og bjóðum upp á námskeið í myndasögugerð miðvikudaginn 4. ágúst kl. 17:00 undir handleiðslu Einars Mássonar, teiknara og meðhöfunds Bruce the Angry Bear, sem fagnar 5 ára göngu um þessar mundir. Einar mun halda fyrirlestur um persónuhönnun í myndasögum og fylgja eftir með vinnusmiðju. Smiðjan er ætluð 18 ára og eldri, er að sjálfsögðu ókeypis. Skráning fer fram í gegnum [email protected].
Eins mun fyrirlesturinn Hinsegin 101 verða haldinn á 2. hæð bókasafnsins miðvikudaginn 4. ágúst kl. 17:00, en fyrirlesturinn er sérstaklega ætlaður aðstandendum og öðrum sem vilja auka skilning sinn á stöðu samkynhneigðra og fá hlutlausa fræðslu í orðtökum, hugmyndum og upplifunum. Fyrirlesturinn er unninn í samvinnu við Samtökin ‘78.
Fimmtudaginn 5. ágúst kl. 17:00 verður stuttur fyrirlestur og svo pallborðsumræður í kjölfarið um drag, sögu þess og leiklistarfræðilega tengingu.
Við munum að sjálfsögðu flagga okkar fegursta regnboga þessa daga, sem og alla daga, vonumst til að sjá sem flesta í heimsókn og hvetjum alla lestrarhesta til að víkka sjóndeildarhringinn með bókum, tónlist og kvikmyndum úr útstillingum okkar.
Við hlökkum til að sjá ykkur!