Kómedíuleikhúsið sýndi á dögunum verkið Ariasman, en húsfylli var á bókasafninu þegar að Elfar Logi Hannesson brá sér í gerfi tveggja sögumanna fyrir viðstadda og sagði þessa miklu sögu frá tveim sjónarhornum. Verkið er byggt á samnefndri bók Tapio Koivukari, sögulegri skáldsögu um Spánverjavígin. Þetta er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31 baskneskur skipbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum í fyrstu og vonandi einu fjöldamorðum Íslandssögunnar. Þessir hrottalegu atburðir gerðust fyrir vestan haustið 1615 þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn á miskunnarlausan hátt af vestfirskum bændum undir forystu Ara Magnússonar, sýslumanns í Ögri, en Baskarnir þekktu hann undir nafninu Ariasman. Fyrir þá sem misstu af þá er gaman að segja frá því að næstu sýningar verða á Ariasman í Tjarnarbíó 30. janúar, 5. og 6. febrúar 2025. Miðasala hefst fljótlega Við þökkum Kómedíuleikhúsinu fyrir komuna og hlökkum til næstu sýningar!