Allir gestir skrái sig inn á bókasafnið

Fréttir

Allir gestir, 7 ára og eldri, eru vinsamlegast beðnir um að skrá komu sína á Bókasafn Hafnarfjarðar og láta starfsfólk í afgreiðslu hafa miðann. Borð með skráningarblöðum og sótthreinsuðum pennum er rétt fyrir innan innganginn.

Þessar reglur eru í gildi meðan núverandi sóttvarnarreglur eru við lýði.