Ákall til listafólks fyrir PRIDE 2021

Fréttir

Bókasafn Hafnarfjarðar leitar að listafólki innan hinsegin samfélagsins til að taka þátt í samsýningu dagana 3.- 27. ágúst.

Bókasafn Hafnarfjarðar leitar að listafólki innan hinsegin samfélagsins til að taka þátt í samsýningu dagana 3.- 27. ágúst. Samsýning hinsegin listamanna var sett upp í fyrsta skipti í fyrra, og tókst svo vel til að við viljum endurtaka leikinn. 

Sem áður geta verk á sýningu verið til sölu ef listamenn kjósa, án þóknunar. Bókasafnið annast kynningu og auglýsingar Listamenn sem ekki hafa sýnt áður eru í forgangi. Allar tegundir mynd-, textíl- og skúlptúrlistar velkomnar.


Hafið samband við [email protected] fyrir frekari upplýsingar!