Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

PRIDE Pallborð

Fyrirlestur og pallborð: Drag sem listform

Fyrirlestur Eldriborgara Fjölskyldur Unglingar
  • 2. hæð, Útlánasalur
Halldór Ívar Stefánsson og Kristrún Hrafns, einnig þekkt sem Twinkle Starr og Jenny Purr, reynsluboltar í dragsenu Íslands, munu halda léttan fyrirlestur og fara fyrir pallborðsumræðum um drag sem listform.
Hvernig varð drag til? Hvernig hefur dragið þróast gegnum árin, og hvað nákvæmlega er drag?
Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 5. ágúst kl 17:00 á annarri hæð.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis, og allir hjartanlega velkomnir